Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins
Greiningarstöðin hefur það hlutverk að meta vanda barna með þroskaraskanir og veita ráðgjöf og fræðslu um meðferð og aðra íhlutun svo
að draga megi úr áhrifum fötlunar á lífsgæði barns og fjölskyldu þess.
Greiningarstöðin veitir einnig foreldrum og fagaðilum fræðslu um fatlanir barna og helstu meðferðarleiðir.
Félagsráðgjafar Greiningarstöðvarinnar leiðbeina og aðstoða og leiðbeina foreldrum um réttarstöðu barna sinna varðandi stuðning. En foreldrar eiga oft rétt á umönnunargreiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins vegna aukinna útgjalda í tengslum við fötlun barns.
Þá greiða Sjúkratryggingar fyrir ýmis konar hjálpartæki, þjálfun og ferðakostnað.
Heimasíða Greiningar er mikilvægur upplýsingabanki fyrir foreldra og aðra aðstandendur einstaklinga með Downs heilkenni.
Einnig er rétt að fylgjast vel með heimasíðu Greiningarstöðvarinnar þar sem fjöldi áhugaverða og fræðandi námskeiða eru í boði.
www.greining.is