Vel heppnuð myndataka

skrifað 27. ágú 2012
IMG_1379

Laugardaginn 25 ágúst s.l. bauð félagið félagsmönnum sýnum að koma í myndatöku hjá Pétri Thomsen ljósmyndara og fá teknar myndir af börnum sínum og fjölskyldu.

Myndirnar voru teknar á Sólheimum og voru teknar myndir bæði úti og inni. Svo var tekið hlé og tíminn nýttur til að fá sér kaffi og kökur.

Félagið fær að nýta myndirnar í sitt fræðsluefni og á heimasíðu félagsins og fær svo hver fjölskylda sýnar myndir til gleði og afnota.

Dagurinn lukkaðist vel og úr varð góð samvera barna og fjölskyldna.

IMG_1384