Til hamingju með daginn!

skrifað 21. mar 2016
mynd 5

Í dag er ástæða til að gleðjast. Við gleðjumst yfir stórum og smáum sigrum um leið og við fögnum alþjóðadegi Downs-heilkennis.

Þann 21. mars fögnum við Alþjóðlega Downs-deginum með samkomu í veislusal Þróttar, Laugardal, milli kl. 17 og 19.

Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leiti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 - 21.03.

Að venju munum við halda uppá daginn með samveru og gleði. Frábært tilefni til að hittast og gleðjast saman. Jón Jónsson mun gleðja okkur með nokkrum lögum. Hlökkum til að sjá sem flesta.