Takk fyrir - Fjárstyrkur í tilefni afmælis félagsmanns

skrifað 22. des 2017
takk fyrir

Downs-félagið er svo lánsamt að njóta stuðnings traustra félagsmanna og velunnara. Félagið hefur engar fastar tekjur en treystir á velvild og stuðning einstaklinga og fyrirtækja.

Nú í desember hlaut félagið veglegan fjárstyrk fyrir tilstilli góðs félagsmanns Guðrúnar Valtýsdóttur en í tilefni af stórafmæli hennar styrktu ættingjar hennar og vinir félagið.

Félagið er afar þakklátt fyrir þennan góða hug og veglegan fjárstyrk, sem kemur að góðum notum.