List án landamæra

List án landamæra hefst formlega miðvikudaginn 18 apríl kl. 17.30 í Ráðhúsi Reykjavíkur og eru allir velkomnir.
Á opnunarhátíðinni verður klassískur söngur, dunandi trommutaktur, drepfyndið uppistand, hugljúfur ljóðalestur, dúndur popptónlist, kveðandi krummi og dillandi samstarf
hins einstaka Bjöllukórs og stuðsveitarinnar Retro Stefson ættu að gleðja ykkur á sviðinu.
Í kjölfarið opnar ævintýraleg listasýning í þrívídd.
Þar má sjá krummahreiður, kynjaverur, fugla, trjáfólk, fagrar leirstyttur, 63 sauðkindur, þrívíðan útsaum og lífsins tré.
Kynnið ykkur dagskrána á síðunni javascript:nicTemp();
og kíkið á Bjöllukórinn og Retro Stefson í Ráðhúsinu. Blint bíó í Bíó Paradís.
Nýtt skjaldarmerki Íslands í Hafnarborg. Við suðumark í Listasal Mosó. Nál og hníf í Þjóðminjasafninu. Ný verk
Ísaks Óla og smyrnuð portrett í Norræna húsinu. Krumma á Austurlandi. Smámunavörðinn á Norðurlandi og svo margt margt fleira.
Frítt er inn á alla viðburði á dagskrá hátíðarinnar og eru allir velkomnir.
Fleiri fréttir
-
20. nóv 2019Árlegt jólaball félagsins
-
31. okt 2019Allir í dans!
-
31. okt 2019Bólusetningar vegna inflúensu
-
21. maí 2019Aðalfundur 2019
-
07. mar 2016Alþjóðlegi Downs-dagurinn 21. mars
-
25. jan 2019Umsögn Downs-félagsins um frumvarp til laga um þungunarrof
-
22. nóv 2018Jólaball Downs-félagsins
-
29. okt 2018Yfirlýsing vegna ummæla yfirlæknis fæðingarþjónustu Landspítala-Háskólasjúkrahúss
-
12. okt 2018Málþroski og talþjálfun
-
09. ágú 2018Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons - Taktu þátt