Hlaupið til styrktar Downs félaginu

skrifað 04. jún 2014
745612

Góðgerðarfé­lagið Meðan fæt­urn­ir bera mig stend­ur fyr­ir 5 km fjöl­skyldu­hlaupi í Öskju­hlíðinni og á Sigluf­irði laugardaginn 7. júní nk. kl. 12.

Með þátt­töku styrk­ir al­menn­ing­ur mál­efni ein­stak­linga með Downs-heil­kenni en hlaupið er til­einkað Garðari Hinriks­syni, átta ára leik­húsáhuga­manni.

Meðan fæt­urn­ir bera mig af­hend­ir öll áheit og allt sem safn­ast með þátt­töku­gjöld­um óskert til fé­lags­ins.

Þátt­töku­gjald í hlaup­inu er 1.000 krón­ur og þeir sem sjá sér ekki fært að mæta og hlaupa en vilja styrkja mál­efnið geta lagt inn á reikn­ing 546-14-402424, kt. 650512-0140, eða hringt í styrkt­ar­núm­er­in 901-5001 (1.000 krón­ur), 901-5003 (3.000 krón­ur), eða 901-5005 (5.000 krón­ur).

Hægt er að skrá sig í hlaupið á mfbm.is.

Garðar mun ásamt hinum síkáta Góa draga út veg­leg verðlaun að hlaup­inu loknu.