Fræðslufundir í haust

skrifað 23. jún 2015

Félagið er með spennandi fræðslufundi í haust:

Þann 17. september verða Ingólfur Einarsson læknir og sviðstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Gerður Aagot Árnadóttir heilsugæslulæknir með erindin Heilsa og heilsueftirlit einstaklinga með Downs-heilkenni.

Þann 15. október verðum við með kvöldstund þar sem fræðst verður um hlutverk mismundandi þjónustuaðila einstaklinga með Downs-heilkenni – Hvar finn ég hvað og hver gerir hvað? Meðal framsögumanna er Auður Finnbogadóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks og María Hildiþórsdóttir framkvæmdastjóri Sjónarhóls.

Þann 19. nóvember munum við staldra við og líta um öxl en þá mun Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar halda erindið Hagmunabarátta fólks með þroskahömlun í hálfa öld. Þá munu eldri félagsmenn deila reynslu sinni.

Fræðslufundir fara fram að Háaleitisbraut 13, 4. hæð kl. 20.00.