Fimleikasalur

skrifað 16. jan 2017
fimleikar2 (3)

Við í Downs-félaginu ætlum að sprella í fimleikasal Fjölnis laugardaginn 4. febrúar milli kl. 14 og 16. Frábær aðstaða, þrjú stór trampolín, púðagryfjur, lyftugryfjur ásamt öllum helstu fimleikaáhöldum. Þar er einnig stórt gólfsvæði. Tilvalið til að eiga skemmtilega stund með félagsmönnum og fjölskyldum þeirra. Drykkir verða í boði á staðnum.