Aðalfundur
Aðalfundur félags áhugafólks um Downs heilkenni
verður haldinn þriðjudaginn 24. apríl kl:20.00 í sal Þroskahjálpar, Háaleitisbraut 13, 4h.
Dagskrá fundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins lagðir fram
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar og skoðunarmanns
7. Önnur mál
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fara fram umræður/hugmyndasmíð um það hvernig félagið megi þroskast og þróast.
Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna, kynna sér starfsemi félagsins og taka sameiginlegar ákvarðanir um þau málefni sem eru framundan hjá félaginu.
Við þurfum sífellt að vera vakandi fyrir réttarstöðu einstaklinga með Downs-heilkenni í samfélaginu. Hver þróunin verður ræðst af viðhorfi og vinnu okkar foreldra og hagsmunasamtaka,
því er áríðandi að sem flestir taki þátt í félagsstarfinu.
Vonumst til að sjá sem flesta,
Stjórnin
Fleiri fréttir
-
20. nóv 2019Árlegt jólaball félagsins
-
31. okt 2019Allir í dans!
-
31. okt 2019Bólusetningar vegna inflúensu
-
21. maí 2019Aðalfundur 2019
-
07. mar 2016Alþjóðlegi Downs-dagurinn 21. mars
-
25. jan 2019Umsögn Downs-félagsins um frumvarp til laga um þungunarrof
-
22. nóv 2018Jólaball Downs-félagsins
-
29. okt 2018Yfirlýsing vegna ummæla yfirlæknis fæðingarþjónustu Landspítala-Háskólasjúkrahúss
-
12. okt 2018Málþroski og talþjálfun
-
09. ágú 2018Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons - Taktu þátt