Aðalfundur 2019

skrifað 21. maí 2019

Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 28. maí n.k.

Fundurinn verður haldinn að Háaleitisbraut 13, 4. hæð og byrjar kl. 20:00.

Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Reikningar félagsins lagðir fram 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning stjórnar og skoðunarmanns 7. Önnur mál

Að loknum aðalfundi verður boðið upp á kaffi. Þá mun Unnur Helga Óttarsdóttir segja frá þátttöku sinni á þingi Evrópsku Downs-samtakanna um atvinnumál fólks með Downs-heilkenni sem haldið var á síðasta ári.