Lög félagsins

1. gr. Félagið heitir Félag áhugafólks um Downs-heilkenni og ber vinnu heitið Downs félagið.

2. gr. Tilgangur félagsins er að stuðla að;

a) fræðslu til foreldra og almennings um DH. b) Efla samkennd milli aðstandenda c) Afla upplýsinga um DH og miðla þeim d) Samræma og efla þjónustuferli

3. gr. Félagar geta allir orðið sem hafa áhuga á málefnum einstaklinga með Downs heilkennni og vilja stuðla að velferð og réttindum þeirra.

4. gr. Stjórn félagsins skipa fimm menn, formaður, gjaldkeri, ritari og tveir meðstjórnendur. Stjórnin er kosin á aðalfundi og skal skipta með sér verkum. Kjósa skal 2 stjórnarmenn ef aðalfund ber upp á oddatöluári annars skulu kosnir 3 stjórnarmenn. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára og skulu ekki sitja lengur en í 6 ár í senn. Stjórnin getur falið einstökum félagsmönnum að inna af hendi störf í þágu félagsins og einnig skipað í nefndir sem starfa milli aðalfunda.

5. gr. Reiknisár félagsins er almanaksárið.

6. gr. Aðalfundur er æðsta vald félagsins og skal hann haldinn eigi síðar en í lok Maí ár hvert. Ber stjórn félagsins að boða til fundarins og skal til hans boða með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Atkvæðisrétt hafa allir skuldlausir félagar sem fundinn sækja. Dagskrá fundar: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar Reikningar félagsins lagðir fram Lagabreytingar Ákvörðun félagsgjalds Kosning stjórnar og skoðunarmanns Önnur mál Skoðunarmann skal kjósa til eins árs.

7. gr. Félagsgjöld eru ákveðin á aðalfundi og gilda eitt ár í senn. Greiði félagsmaður ekki félagsgjald sitt í tvö ár er stjórn félagsins heimilt að skoða slíkt sem úrsögn úr félaginu, en áður en til þess kemur skal stjórnin senda viðkomandi áskorun um greiðslu ógreiddra félagsgjalda.

8. gr. Formaður félagsins boðar til stjórnarfunda. Stjórnarfundur er ályktunarfær ef a.m.k. þrír stjórnarmenn sækja fundinn. Gerðir stjórnar skulu bókfærðar og haldin fundargerð.

9. gr. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf þá meirhluta greiddra atkvæða til breytinga. Tillögur um lagabreytingar skulu berast skriflega til stjórnar eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

10. gr. Samþykki stjórnarfundar og síðan 2/3 hluta greiddra atkvæða aðalfundar þarf til að félagið verði lagt niður Verði það samþykkt skulu allar eignir félagsins renna til Velferðarráðaneytisins til varðveislu, þar til annað félag sem ótvírætt telst arftaki þessa félags, verður stofnað og fær þá það félag fullt eignarhald eignanna.