Útgáfa upplýsingabæklings um fósturskimanir

Út er kominn upplýsingabæklingur um fósturskimun fyrir Downs-heilkenni. Að útgáfunni stendur Downs-félagið – Félag áhugafólks um Downs-heilkenni.
Á Íslandi fara um 80 prósent kvenna í fósturskimun fyrir Downs-heilkenni. Hlutfallið er með því hæsta í heiminum og hefur vakið mikla umræðu. Eftir að skimun fyrir Downs-heilkenni varð aðgengileg fyrir allar konur um síðustu aldamót hefur fæðingum einstaklinga með heilkennið fækkað til muna hér á landi. Staðreyndin er sú að á Íslandi er nærri öllum fóstrum sem greinast með Downs-heilkennið eytt og það vekur upp siðferðislegar spurningar.
Innleiðingunni fylgdi ekki nauðsynleg umræða í samfélaginu um það hvernig heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar og aðrir aðstandendur bregðast við niðurstöðum skimunarinnar.
Það er ósk Downs-félagsins að með þessum upplýsingabæklingi fari mikilvæg umræða af stað og samfélagið geri sér grein fyrir því hvað liggur að baki slíkri skimun. Einstaklingar með Downs-heilkenni njóta almennt góðrar heilsu og lífsfyllingar í leik, námi og vinnu og Downs-heilkenni er hvorki sjúkdómur, röskun né læknisfræðilegt ástand.
Veitum verðandi foreldrum ráðrúm, tækifæri og þekkingu til að taka upplýsta, sameiginlega ákvörðun um það hvort fara eigi í skimun og hvað skuli gera með niðurstöður úr þeim.
Fleiri fréttir
-
20. nóv 2019Árlegt jólaball félagsins
-
31. okt 2019Allir í dans!
-
31. okt 2019Bólusetningar vegna inflúensu
-
21. maí 2019Aðalfundur 2019
-
07. mar 2016Alþjóðlegi Downs-dagurinn 21. mars
-
25. jan 2019Umsögn Downs-félagsins um frumvarp til laga um þungunarrof
-
22. nóv 2018Jólaball Downs-félagsins
-
29. okt 2018Yfirlýsing vegna ummæla yfirlæknis fæðingarþjónustu Landspítala-Háskólasjúkrahúss
-
12. okt 2018Málþroski og talþjálfun
-
09. ágú 2018Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons - Taktu þátt