Sumarfagnaður

skrifað 24. maí 2012
13

Laugardaginn 2 júní n.k. ætla félagsmenn að eiga saman stund kl. 11.00 í Heiðmörk og fagna saman komu sumars.


Samveran verður í Furulundi í Heiðmörk.  Þessi fallegi staður í Heiðmörk er vel búinn leiktækjum og blakvelli.  Inn af Furulundi er Dropinn sem er áningastaður með grilli borðum og bekkjum.

Hægt er að smella á þennan hlekk til að fá upp vefslóð með korti af Heiðmörk þar sem Furulundur er vel merktur inn á kortið.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta með nesti og drykki.  Tilvalið er að koma með eitthvað einfalt og þægilegt á grillið.

Félagið mun sjá um að koma með grill, auk þess sem á staðnum verður tómatsósa, sinnep, remúlaði og laukur.

Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Stjórnin.