Námskeið fyrir foreldra barna með Downs heilkenni
Börn með Downsheilkenni á leikskólaaldri
Staður og stund: Gerðuberg 30. apríl. 2013, kl. 09:00–16:00 Verð: 19.200 fyrir fagaðila og 6.200.- fyrir aðstandendur Skráning á námskeiðið fer fram í gegnum heimasíðu Greiningar og ráðgjafastöðvar ríkisins www.greining.is
Hverjum er námskeiðið ætlað? Námskeiðið er ætlað starfsfólki leikskóla sem vinna með börnum með Downsheilkenni, foreldrum þeirra, öðrum aðstandendum og áhugasömum.
Markmið: Efla þekkingu þátttakenda um börn með Downs heilkenni. Auka gæði þeirrar þjónustu sem veitt er þessum hópi barna og fjölskyldum þeirra. Efla færni til árangursríkrar þjálfunar og kennslu. Skapa vettvang fyrir foreldra og fagfólk sem er að fást við sambærileg verkefni.
Efni og vinnulag Fjallað verður m.a. um heilsufar, þroska og hegðun barna með Downs heilkenni, kennslu- og þjálfunarleiðir. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum og myndskeiðum sem sýna dæmi um þjálfun og kennslu. Óskað er eftir virkni þátttakenda á námskeiðinu.
Dagskrá: 9:00–9:40 Heilsufar (Ingólfur Einarsson, barnalæknir) 9:40–10:20 Þroski, hegðun og atferli (Helga Kristinsdóttir, sálfræðingur) Kaffi 10:40–11:20 Mikilvægi snemmtækrar íhlutunar (Aðalheiður Una Narfadóttir, leikskólasérkennari) 11:20–12:00 Aðferðir til kennslu og þjálfunar (Guðbjörg Björnsdóttir, þroskaþjálfi) Hádegishlé 13:00–13:40 Málörvun, aðferðir kennslu og þjálfunar (Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur 13:40–14:20 Hreyfiörvun, þátttaka í daglegu lífi (Hanna Björg Marteinsdóttir, sjúkraþjálfari) Kaffi 14:40–15:20 Reynsla foreldris 15:20–16:00 Umræður og samantekt
Fleiri fréttir
-
20. nóv 2019Árlegt jólaball félagsins
-
31. okt 2019Allir í dans!
-
31. okt 2019Bólusetningar vegna inflúensu
-
21. maí 2019Aðalfundur 2019
-
07. mar 2016Alþjóðlegi Downs-dagurinn 21. mars
-
25. jan 2019Umsögn Downs-félagsins um frumvarp til laga um þungunarrof
-
22. nóv 2018Jólaball Downs-félagsins
-
29. okt 2018Yfirlýsing vegna ummæla yfirlæknis fæðingarþjónustu Landspítala-Háskólasjúkrahúss
-
12. okt 2018Málþroski og talþjálfun
-
09. ágú 2018Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons - Taktu þátt