List án landamæra

skrifað 18. apr 2012
List án landamæra póstkort 2012 (2)


List án landamæra hefst formlega miðvikudaginn 18 apríl kl. 17.30 í Ráðhúsi Reykjavíkur og eru allir velkomnir.


Á opnunarhátíðinni verður klassískur söngur, dunandi trommutaktur, drepfyndið uppistand, hugljúfur ljóðalestur, dúndur popptónlist, kveðandi krummi og dillandi samstarf

hins einstaka Bjöllukórs og stuðsveitarinnar Retro Stefson ættu að gleðja ykkur á sviðinu.  

 

Í kjölfarið opnar ævintýraleg listasýning í þrívídd.

Þar má sjá krummahreiður, kynjaverur, fugla, trjáfólk, fagrar leirstyttur, 63 sauðkindur, þrívíðan útsaum og lífsins tré. 

 

Kynnið ykkur dagskrána á síðunni javascript:nicTemp();
 og kíkið á Bjöllukórinn og Retro Stefson í Ráðhúsinu. Blint bíó í Bíó Paradís. 
Nýtt skjaldarmerki Íslands í Hafnarborg. Við suðumark í Listasal Mosó. Nál og hníf í Þjóðminjasafninu. Ný verk
Ísaks Óla og smyrnuð portrett í Norræna húsinu. Krumma á Austurlandi. Smámunavörðinn á Norðurlandi og svo margt margt fleira.

 

Frítt er inn á alla viðburði á dagskrá hátíðarinnar og eru allir velkomnir.