Saga 10 ára systur
Ég var upp í sveit þegar bróðir minn fæddist. Hann fæddist í september. Hann fæddist kl. 11:46. Það var komið hádegi og við vorum uppi í bústað og allt í einu kom amma inn og sagði að lítill drengur væri fæddur svo gekk hún nær. Hún sagði að hann væri svolítið veikur. Þá hljóp ég inn á klósett og læsti mig inni og ég grét bara og grét þangað til að frænka mín kom og sagði að hann væri ekki veikur heldur væri hann með fæðingagalla sem heitir Down syndrom.
Við tókum dótið okkar saman og héldum í bæinn. Við fórum næstum því beint á spítalann. Þá sá ég hann, en ég sá ekki að hann væri nokkuð gallaður. Mamma sagði að hann væri yndislegur en væri með Down syndrom. Mamma útskyrði hvað þetta syndrom væri. Hún sagði að það væri ekki hægt að lækna það, hún leyfði mér að halda á honum og ég grét.
Í dag veit ég hvað Down syndrom er. Sumir kalla þetta mongólíti en mér finnst það ljótt orð. Í dag er bróðir minn 7 mánaða og duglegur strákur. Mér finnst mjög vænt um hann. Mér þætti jafn vænt um hann þó hann væri ekki með Down syndrom. Það þarf að hugsa meira um hann en ef hann væri ekki með Down syndrom. Mér finnst hann svo duglegur og sætur að stundum gæti ég sprungið. Mér finnst gott að vera með honum og vera í kringum börn með Down syndrom. Ég hlakka svo til í sumar þegar ég fæ að fara út í kerru með hann, en ég hlakka ekki til þegar hann fer að brjóta stytturnar mínar.
Ég bjóst ekki við honum eins og hann er en það sem ég fékk var miklu betra.
ENDIR