Hugrenningar fyrir þá sem vilja gera betur

Ég fæddist með auka litning það er allt í lagi því ég er barn eins og öll börn sem mömmur fæða. En hvað er að, mamma grætur. Allt þetta góða fólk sem vinnu hérna virðist vera eitthvað feimið og meðaumkunin skín úr augum þess. Það kom kona og sagði, mikið er hann fínn strákur og æðislegur, þá fann ég hvað mamma varð mikið léttari.

Ég sagði áðan að ég væri barn eins og önnur börn en eitthvað segir mér að ég gæti verið eitthvað annað, öðruvísi, umhverfið lætur þannig. Kannski er eitthvað að umhverfinu. Það er ekki í mínu valdi að breyta mér en umhverfið er breytanlegt.

Með galla eins og einhver hefur sagt. Er til gallað barn eins og gölluð vara. Ég er ekki gallaður svona ómótaður og lítill ég er bara ég. Ég hef kannski minna af því sem aðrir hafa mismunandi mikið af. En ég hef sömu þarfir og sömu langanir. Hjálpaður mér.

Ég þarf örvun. Þú mátt nudda og strjúka húð mína það finnst mér svo gott, augun, munninn, nef og höku, hendur, fætur og maga. Kannski veit hún mamma það ekki viltu segja henni það. Þú mátt halda mér við brjóst þinn það er líka svo gott. Ég get kannski ekki drukkið móðurmjólkina en leyfið mér að reyna. Segið mömmu það.

Nú þekkir hún mig svo vel.

Það þarf að styrkja vöðva mína segðu mömmu það. Kannski er ég hjartveikur sjónskertur eða eitthvað annað láttu athuga það. Við þurfum að vita af öllu góða fólkinu sem til er, svo ég verði stór og duglegur strákur. Segðu mömmu það.

Þegar ég fer heim og mamma líka þá finnst okkur við vera komin í nýjan heim. Eins og til fjarlægðra landa en við höfum svo litlar leiðbeiningar Þið komuð og stöppuðu í okkur stálinu 15 sinnum á sólahring. Við höfum ykkur ekki lengur. Láttu þá vita sem hugsa um barnið þegar heim er komið. Segður þeim að hafa samband á morgunn. Ég gæti verið latur að drekka og mér finnst svo gott að sofa. Viltu biðja þá að koma nokkuð oft eða eins og mömmu finnst best.

Ég er ég og verð alltaf ég enginn breytir því. En umhverfið þarf að hjálpa mér ekki að vinna á móti mér því þá finnst mér ég vera klaufi Ef þið vinnið mér mér þá get ég verið strákur eins og hinir strákarnir. Með markmið, langanir og sjálfsöryggi.

Umhverfið getur verið grimmt, ekki bara fyrir mig heldur líka marga aðra. Ég ætla að leggja mitt traust á ykkur sem eldri eruð. Gerið tilveru mína og annarra að eftirsóknaverðu lífi.-