Alveg eins og þú

Hér fá finna fræðslumyndina Alveg eins og þú - Just like you. Myndin er mikilvægt framlag til að hvetja til umræðu um þátttöku allra í samfélaginu og að allir eru jafnir.

Í myndinni Alveg eins og þú fáum við að kynnast lífi, vonum, vandamálum og draumum þriggja táninga með Downs-heilkenni. Elyssa, Rachel og Sam deila sögum sínum til að hjálpa áhorfendum að skilja betur aðstæður þeirra og hvers vegna þau vilja láta koma fram við sig rétt eins og aðra. Hvert þeirra þriggja býr yfir hæfileikum, skapgerðareinkennum, sterkum hliðum og veikum. Downs-heilkennið er bara einn þátturinn í því hver þau eru og í myndinni er sýnt hvernig á að takast á við og laga sig að því sem er ólíkt með öðrum unglingum og þremenningunum með Downs-heilkenni. Jafnframt er lögð áhersla á allt það sem er líkt með þeim og öðrum. Unglingarnir í myndinni brjóta niður goðsagnir og staðalmyndir, fræða aðra um hið óþekkta, lýsa tengslunum sem þau hafa hvert við annað og leyfa áhorfendum að horfa fram hjá stimplum samfélagsins og meta fólk eftir því hvaða mann það hefur að geyma.

http://youtu.be/4LZag63Cufo

Með myndinni fylgir einnig bæklingur á íslensku þar sem fjallað er um myndina. Þar eru einnig spurningar til umræðu. Efnið er því tilvalið til notkunar og fræðslu í skólum.

http://www.downs.is/files/56ef35b6835bf.pdf

Þýðing á myndinni er unnin í samvinnu Just Like You og Félags áhugafólks um Downs-heilkenni.

Félagið þakkar Líknarsjóði Harðar Þorgeirssonar og Unnar Guðmundsdóttur fyrir veglegan styrk til þýðingarinnar.