Styðja félagið

Félagið hefur engar fastar tekjur en treystir á velvild og stuðning einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila.

Allur stuðningur við starf félagsins er vel þeginn. Þeir sem vilja styrkja félagið með fjárframlagi er bent á reikning félagsins: 544 - 26 - 031889, kt. 620597 2959.

Gott er að eiga góða að; heilkenni_2

Á undanförnum árum hefur félagið fengið rausnarlega styrki frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum.

Á árinu 2012 ákvað verslunin Leonard að allur hagnaður af sölu skartgripsins Smjörgras myndi renna til Félags áhugafólks um Downs-heilkenni. Skartgripurinn er unninn að fyrirmynd Eggerts Péturssonar listmálara og Sifjar Jakobsdóttur gullsmiðs og hönnuðar. Annars vegar er um að ræða hálsmen og hins vegar eyrnalokka.

Á árinu 2014 ákvað Líknarsjóður Harðar Þorgeirssonar og Unnar Guðmundsdóttur að færa félaginu að gjöf 1 milljón króna. Hörður og Unnur voru barnalaus hjón og ákváðu að allar sýnar eigur skildu renna til sjóðsins eftir þeirra dag. Sjóðurinn hefur verið starfandi síðan 2008.

Sama ár hlaut félagið einnig styrk að fjárhæð kr. 300.000 frá Velferðasjóðnum "Sælla er að gefa en að þiggja" sem var stofnaður af hópi starfsfólks Bændasamtaka Ísland árið 2006. Markmið sjóðsins er að styrkja innlent velferðamálefni árlega með framlagi sem félagar leggja fram af launum sínum til góðara málefna.

Þá hefur félagið undanfarin ár notið stuðnings frá fjölmörgum einstaklingum í gegnum áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons - Hlauptu til góðs.

Félagið þakkar fyrir þann góða hug og fjárhagslegan stuðning sem einstaklingar, félög og fyrirtæki hafa veitt.